26 juli 2006

Here are the news!

Jahérnajæja.
Eftir mikla pressu og sýndan áhuga á þessari blogg-æfingu þá barasta kemur skammtur 2.
Nú! Ég er búinn að kaupa hjól - sona streetbike með mjóum dekkjum sem kemst ofsa hratt.
Það er úr áli, senst mjög létt og virkilega cool-lookin. Það er líka sona margra gíra (Elfa reyndar fussar yfir þessu gírastússi og segir mér bara að fara ákveða hvaða gír ég ætli að vera í). En hjólið kostaði heilar 1.600 DKK og var afgreitt í húsasundi og það mátti ekki tala hátt, if you know what I mean. Einhverjum par dögum seinna sá Elfa svo alveg eins hjól í búðarglugga og þar kostaði griðurinn 6.000 DKK þannig að þetta er mjög FLOTT hjól sko. Það var nottla undir eins farið og keyptur lás, meira að segja tveir; einn sona fastur á til að læsa meðan mar skreppur í búðina og soleis og annar sona slöngulás til að tjóðra hestinn við staura þið skiljið. Nú, þegar að mar er búinn að kaupa hjól þá hjólar mar til vinnu og það eru ekkinema 15km í hvora átt. Fyrsta ferð tók 50 mín, verið að prófa alla gírana og horfa hvert mar var að fara. Síðan hafa ferðirnar orðið styttri tímalega og ég er kominn í þetta ca 30 mín. Þetta er nottla voða einfalt, beinn vegur alla leið og smá hóll á leiðinni (framhjá dýragarðinum sko). Fákurinn flotti er notaður við öll tækifæri og er fyrir löngu búinn að sanna sig og mun fyrr en síðar borga sig upp því 2 Zone klippikort í lestina kostar 115 DKK og ef ég fer alla vikuna með lestinni þá kostar það 2 klippikort.

(Fyrsti kappur síðunnar : hver verður fyrstur til að reikna út hvað ég þarf að hjóla oft í vinnuna til að borga kostnaðinn við fákinn. Verðlaun kynnt síðar og við tækifæri)

En af fleiri fréttum er það helst að ég er kominn í sumarfrí og ég get bara sagt ykkur það að hérna í Køben er sumarfrí sko sumarfrí. Það bara streymir sólin hérna á mann alla daga og hitamælirinn er kominn með hita af öllu þessu. Mar fer á ströndina (bara 20 mín á fáknum), eða bara í næsta garð með teppi, kodda og nesti, eða bara hérna í bakgarðinn á Baggesensgade. Very Nice. Very Very Nice. Sko. Síðastliðinn föstudag fórum við Elfa í grill til Valla og Karenar, grilluðum kjúklingabringur og drukkum øl og vín með. Við vorum í bakgarðinum þeirra á Manekkilengurhvaðheitirgade númer 16 og þarna var etið, drukkið og spjallað til meira en miðnættis, allan tíman ÚTI því eins og ég kom inn á áðan þá er SUMAR hérna, næstum því alveg nýtt fyrir mig.

En nú er þetta orðið gott í bili - gaman að sjá commentin frá ykkur og með meiri sona hvatningu fer ég að gera þetta regluLEGAR.

Með hilsen og knúsi og krami frá Baggesensgade.

3 kommentarer:

Blogger Elfa sagde ...

þad er nottla lýgi ad þad taki þig núna 30 mínútur ad hjóla heim ... þú varst bara kominn hálfa leid þegar hálftíminn var búinn ... ekkert svona sko !!

11:19 AM  
Blogger Yggla sagde ...

ég þori ekkert að fara með sannleiksgildi þessarar færslu... en eitt er þó víst...

ÞAÐ ER EKKERT REGLULEGT BLOGG Á ÞESSARI SÍÐU...

Á EKKERT AÐ FARA AÐ SETJA INN EITTHVAÐ ALMENNILEGT SLÚÐUR HÉR...

halló halló ertu ekki örugglega á lífi...

knúsar frá geirþrúðu og öllum hennar persónuleikum...

4:16 PM  
Blogger Yggla sagde ...

geirþrúður og hennar persónuleikar BÍÐA ENN OG ÞEIR ERU EKKI ÞEKKTIR FYRIR ÞOLINMÆÐI...ENGINN AF ÞEIM

9:55 PM  

Send en kommentar

Abonner på Kommentarer til indlægget [Atom]

<< Start