03 september 2006

DHL Løbet og enskukunnáttan :)








Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur.
Hér á eftir fer stuttur pistill um hvað helst hefur á mína daga dregið.
Um síðustu helgi var sona maraþon sjónvarpsgláp, ástæða ? Jú, það var að hefjast ný seria af Prison "Brake" og TV3 sýndi alla eldri þættina á laugardaginn og sunnudaginn. Við erum sko búin að ákveða að fylgjast með þessu gæðaefni í vetur og þurftum nottla að komast inn í söguna til að geta verið með, skiljiði ? Það kom samt smá babb í bátinn því að við Elfa vorum búin að bóka okkur í smá bátsferð á laugardeginum (reyndar ekkert smá bátsferð, farið inn á www.actionboat.dk og skoðið ræmuna sem þar er í boði). Þetta var trufluð ferð. En aftur að aðalmálinu því að á meðan við vorum í bátsferðinni þá nottla misstum við af nokkrum Prison "Brake" þáttum og það má nottla alls ekki. Þegar að búið er að ákveða að horfa á eitthvað þá á að horfa á ALLT í sambandi við það. Þannig að ég ákvað að reyna að niðurhala þeim þáttum sem við misstum af. Ég setti upp þetta fína niðurhalningarforrit á vélina mína og byrjaði að leita af þáttum. FANN EKKERT. Reyndi aftur og aftur. EKKERT og meira EKKERT. Ég blótaði nýja niðurhalningarforritinu í sand og ösku og sagði síðan farir mínar ekki sléttar við þær mæðgur Elfu og Badddnið. Badddnið sá aumur á mér og kíkti á vélina mína (hún kann sko á sona græjur - fann þær upp held ég). Það sem þá gerðist er nokkuð sem lengi verður í minnum haft, þær hlógu sig máttlausar, þær komu ekki upp orði fyrir hlátri og mér var hætt að lítast á blikuna. Loks þegar að tárakirtlarnir voru að tæmast var mér einfaldlega bent á hvað væri sona ógó fyndið : Prison Brake, eruð þið að fatta ? Og ég sem fékk 9,7 á stúdentsprófi í ensku. Nú viku síðar er enn verið að flissa yfir þessu og ég verð að viðurkenna að þetta var hrikalega aulalegt af mér. Batnandi mönnum er samt best að lifa eða eitthvað soleis.

Þá er það hinn hluti fyrirsagnarinnar: DHL Hlaupið.
Þannig er að í síðustu viku stóð DHL fyrir víðavangshlaupi í Fellesparken. Þetta er boðhlaup og vegalengdin er 5 km. Fyrirtæki taka sig saman og setja saman lið og ég tók þátt ásamt 4 öðrum frá Norsoft. Ég rétt hafði þetta af og kláraði hringinn á 29 mínútum en þetta var hrikalega gaman og flott hópefli.
Þess má geta að Elfa tók þátt í fyrra og stóð sig með prýðum. En þetta er fínt í bili held ég. Meira seinna. Sibbi LeBaun out.

6 kommentarer:

Anonymous Anonym sagde ...

Ertu viss um ad komman sé á réttum stad hjá tér í tessari enskueinkunn ... átti tetta ad vera 9,7 eda 0,97 :) :)

8:52 AM  
Blogger Sibbinn sagde ...

Jamm - 9,7 er það víst. "Break" hefur líklega verið kennt þegar ég var veikur og telur 0,3 - þetta er alveg ljóst sko :)

12:52 PM  
Anonymous Anonym sagde ...

Lykilord í ensku sko BREAK. En midad vid tetta ertu tá kominn í 10,3 núna ... bædi med BREAK og BRAKE á hreinu :) :)

4:59 PM  
Anonymous Anonym sagde ...

gleymdi ad segja ... flott look ... en ég á reyndar erfitt med ad tjá mig as is :////

5:04 PM  
Anonymous Anonym sagde ...

Hæ Sibbi sæti, þetta væri frábær síða ef þú værir sannur "virkur" bloggari. Taktu þér Sigmarg til fyrirmyndar sem bloggar af lífi og sál dag hvern. Jæja vona að tónleikarnir hafi verið góðir í kvöld. Bestu kveðjur úr snjónum, villingarnir á Nesinu

10:47 PM  
Anonymous Anonym sagde ...

[b]hi all, i found this website and wonder if anyone purchased cookbook software from them ?[/b]

6:10 PM  

Send en kommentar

Abonner på Kommentarer til indlægget [Atom]

<< Start