22 oktober 2009

One

Einn
Tala, tákn, lýsing
Ég er einn á skalanum einn til tíu
Ég er einn í fjölbreytileika tákna
Ég er einn

One
Number, sign, description
I am one on the scale one to ten
I am one in the diversity of signs
I am alone

05 oktober 2009

Ef

Ef ég væri Pamela í Dallas
þá gæti ég vaknað
munað drauminn
og bætt það
sem ég gerði öðrum

Ef ég væri einhver annar
þá gæti ég leitað að mér
fundið mig
og sýnt mér
það sem ég ekki sé

Ef ég væri ég sjálfur
þá gæti ég auðveldlega
skilið og skynjað
að það er ekkert að
því þetta er bara draumur

Ég er Pamela í Dallas

29 august 2009

Margur heldur mig sig

Ef ég væri stór og sterkur

gengi ég kannski roginn og reistur

væri ekki þetta breyskur

eðlilegur



Ég er maður venjulegur

fyrir sumum leiðinlegur

og sá tími nær nú dregur

endanlegur



Ekki er ég keppnismaður

nægir að vera sæll og glaður

hverfur bráðum þessi staður

jarðlegur



Held ég geymist einsamall

þar til ég verð eldgamall

hvort sem er orðinn kall

ósýnilegur



Þú veist mér þykir vænt um þig

þetta hefur aldrei snúist um mig

margur hefur haldið mig sig

ég er bara venjulegur

04 marts 2009

Mér er orða vant

Hvernig er það eiginlega?

Ég á erfitt með að klára setningar
Ég get ekki byrjað að lesa bók
Ég get ekki horft á heila bíómynd
Ég kem engu í verk alla leið

Mér finnst gaman að tala
Mér finnst gaman að lesa
Mér finnst gaman að horfa
Mér finnst gaman að gera

Afhverju passar þetta ekki saman?

Er doðinn orðinn svo alger að ég hætti að vera?
Punktur?

Status Quo!

Í heilt ár er ég búinn að vera Status Quo!

Eftirfarandi setning er búin að öðlast nýja merkingu:

"Nú tek ég á því og hætti þessu væli!"

LYGI

25 januar 2009

Húrra ... eða þannig

Appelsínugult = gott

Það verður gaman að fylgjast með næstu misserum í pólitík eylandsins góða. Manni finnst sjálfum, og finnur á annara tali, vera von í volæðinu.

Bara að menn sjái ljósið og stokki almennilega upp - ekki bara nýjar kosningar, heldur ný hugsun, ný skipun, nýtt Ísland.

Það getur verið að ég stokki sjálfan mig upp í flæði tækifæranna. Það er krísa víðar en í heiminum :)

Það er mengað andrúmsloft á vinnustaðnum og ég er að hugsa um að gera mitt til þess að hreinsa mengunina út. Og ég mun standa og falla með því - soleis er það bara.

Ég eygi tækifæri til þess að gera loksins eitthvað úr - ja hvað skal mar segja - öllu því sem ég hef lært og ekki síst gefið af sjálfum mér til þess vera það sem ég er í dag. Minns ætlar að stofna fyrirtæki á næstunni bara og brillera. Ég hef fórnað of miklu til þess að láta það ekki gerast.

Hvað um það - meira seinna, snúum okkur að depurð dagsins sem er texti úr lagi Daft Punk:

It might not be the right time
I might not be the right one

But there's something about us
I've want to say
Cause there something between us anyway

I might not be the right one
It might not be the right time

But there's something about us
I've got to do
Somekind a secret I will share with you

I need you more than anything in my life
I want you more than anything in my life
I'll miss you more than anyone in my life
I love you more than anyone in my life

Bauninn hinn melódramatíski

16 januar 2009

Jahérna Janúar

Jahérna

Nú er tími
(og þetta er ekkert grín sko)
til að skrifa oggupínu á þennan dökka vettvang
sem ég valið mér að vera skjár
(sona eldgamall úr sveitinni með torfbænum)
sálar minnar.

Ég ætla ekkert að vera neitt djúpur í þetta sinn
- ég hef það bara ljómandi skítt eins og venjulega,
engin breyting þar á.

Átti yndisleg jól og áramót
með vinum og fjölskyldu,
vildi að það væru jól í hverjum mánuði.

Það er farið að birta,
mar finnur mun á hverjum degi - jákvætt.
Það þýðir að það fer bráðum að koma vor
(full bjartsýnt?) - ekki finnst mér - jákvætt.
Á eftir vori kemur sumar
og þá kikkar allt inn - jákvætt.
Því að í sumar koma idolin mín
í heimsókn i min by
og halda tónleika - æðislega jákvætt.

Niðurstaða:

DM / Peace / Wrong / 2009

01 november 2008

Senst - haustið fellur igen og igen

Nú er minn stífur - sem á dönsku útleggst fullur (rulluf fyrir þá sem eru fullir)

A declarition of truth:

I am here and I am here for you
If you were in doubt
If you are in doubt
Try it - go for it
Embrace for something new

You might hear things
They could be false
They could be true
Does it matter?
What you know you know to be true

So - believe me when I say
I am here
I will always be there
If you want me to
I am here to stay

Take a look
Into your mind
Be kind
Estimate
You write your own book
That is the decision I took

I believe in you