04 marts 2009

Mér er orða vant

Hvernig er það eiginlega?

Ég á erfitt með að klára setningar
Ég get ekki byrjað að lesa bók
Ég get ekki horft á heila bíómynd
Ég kem engu í verk alla leið

Mér finnst gaman að tala
Mér finnst gaman að lesa
Mér finnst gaman að horfa
Mér finnst gaman að gera

Afhverju passar þetta ekki saman?

Er doðinn orðinn svo alger að ég hætti að vera?
Punktur?

Status Quo!

Í heilt ár er ég búinn að vera Status Quo!

Eftirfarandi setning er búin að öðlast nýja merkingu:

"Nú tek ég á því og hætti þessu væli!"

LYGI

0 kommentarer:

Send en kommentar

Abonner på Kommentarer til indlægget [Atom]

<< Start