31 oktober 2008

Haust Blog

Nú er komið að því.

Kominn tími fyrir nýtt blog - og ekki veitir af, þvílíkar skammir sem ég hef móttekið fyrir alla þessa þögn sem prýtt hefur þenna myrka vef sem ég hef haldið úti (ekki).

En senst.....


Ég (því nottla fjallar þetta blog um mig og mínar tilfinningar)

Enn og aftur stend ég mig að því að snúast í hringi um sjálfan mig. Hvað get ég gert (annað en að vorkenna sjálfum mér). Málið er einfalt - ég hef ekki sjálfstæða skoðun á neinu, ENGA SKOÐUN.
Ég get alveg selt sjálfum mér það að ég hafi skoðun á einhverju en hver hefur áhuga á því?

Einu sinni hélt ég að ég væri góður, það var misskilningur - fullkomlega. Þessi hugsun var ekkert annað en upphefð af mínu sjálfi og ég er búinn að læra það að mín góðmennska er ekkert annað en óhefluð sjálfsupphafning. Svona er það nú og nú þarf ég bara að venja mig við það að ég sé ekki lengur nafli alheims. Gott að það er á hreinu.

Hvað er þá til ráða? Nú stend ég í þeim sporum að þurfa að finna nýjan tilgang fyrir mig til þess að upphefja sjálfan mig upp á nýtt (því eins og þið öll vitið þá snýst þetta að sjálfsögðu einfaldlega um það hversu góður ég er).

Þannig að ég ætla bara að koma hreint út til dyranna - segja nákvæmlega frá því hvað ég er að hugsa og fela ykkur það í vald að segja mér (eða láta það einfaldlega bara eiga sig) hvað ykkur finnst um mínar hugsanir.

Númer eitt.

Ég vil öllum gott - það þýðir frá mínu hjarta að ég geri allt sem ég get til að öllum líði vel. Ef það er eitthvað sem ég get fundið til til þess að viðkomandi líði vel þá geri ég það. Ef ég síðan sé að það hafi borið árangur þá skora ég. Nú vil ég útskýra skorkortið mitt - ég hélt að þetta væri gott þar til að mér var bent á að þetta væri eigingjarnt. Ég væri bara að búa til viðurkenningu fyrir sjálfan mig. Fair enough - þetta melti ég í tíma og er kominn að þeirri niðurstöðu - mér er alveg sama. Mín tilfinning er að ef að mér finnst mér hafa með mínum gjörðum látið viðkomandi líða vel þá er mínu markmiði náð. Mér er butt sama hvað aðrir leggja í mitt effort.

Númer tvö.

Ég vorkenni sjálfum mér. Það hef ég alltaf gert og mun líklega alltaf gera. Það er ekki þannig að ég sé alltaf að bera mig saman við þá sem hafa það gott eða verra, ég einfaldlega vorkenni sjálfum mér. Og miða ekki við neitt. Ég er melodramatískur. Í guðanna bænum leyfið mér það.

Númer þrjú.

Misskilningur. Ég held að ég sé misskilinn (enn og aftur snýst þetta um sjálfan mig). Ég er með mínar skrítnu væntingar og einhvern veginn held ég að einhvern tímann hafi einhver áhuga á að lesa mig og vita hver ég í raun og veru er. Það held ég reyndar nú að aldrei komi til að gerast.

Númer fjögur.

DRÖG AÐ SJÁLFSMORÐI.

Þetta er titill sem ég hef minnst á áður. Hann er eins raunverulegur nú og hann var þegar að mér flaug hann í hug. Það sem er kannski verra er að hann er raunverulegri nú en hann var þá. Titillinn var haldreypi í mínum huga fyrir 2 árum til þess eins að koma mínum hugsunum á framfæri en í dag er hann OPTION.

Númer fimm.

Ef það er þannig að ég nærist á því að mér sé sýnd athygli! - Hvar eru þá þeir sem vilja mér vel. Ég þarf ekki á því að halda að mér sé leiðbeint í þá átt að ég láti af mínum barnlegu háttum að kalla eftir athygli. Ég þarf á athygli að halda. GEFIÐ MÉR HANA. Ef ykkur þykir vænt um mig látið það eftir mér að feeta mig af mínum þörfum. ER ÞAÐ SO FOKKING ERFITT? Ég er alveg búinn að átta mig á því að ég er ekki þessi frábæri gaur sem getur bara gefið og gefið og gefið, nú vil ég bara fá eitthvað til baka - á mínum forsendum. BASTA.

Ég hef helling meira að segja og það má vel vera að ég komi til með að tjá mig um það hér. Koma tímar, koma ráð.

Sibbi

0 kommentarer:

Send en kommentar

Abonner på Kommentarer til indlægget [Atom]

<< Start