29 august 2009

Margur heldur mig sig

Ef ég væri stór og sterkur

gengi ég kannski roginn og reistur

væri ekki þetta breyskur

eðlilegur



Ég er maður venjulegur

fyrir sumum leiðinlegur

og sá tími nær nú dregur

endanlegur



Ekki er ég keppnismaður

nægir að vera sæll og glaður

hverfur bráðum þessi staður

jarðlegur



Held ég geymist einsamall

þar til ég verð eldgamall

hvort sem er orðinn kall

ósýnilegur



Þú veist mér þykir vænt um þig

þetta hefur aldrei snúist um mig

margur hefur haldið mig sig

ég er bara venjulegur